Sumarfríum lokið

Sumarfríum lokið

Sumarfríum er lokið og skrifstofa skólans er opin milli
10:00 og 16:00 daglega

Innritun stendur yfir og inntökupróf framundan.

Upplýsingar um námið má finna hérna

           Viðtöl við nemendur:           15.-26.ágúst
Haustinntökupróf:                24.-29. ágúst
Skólinn verður settur:         31.ágúst kl 18
Kennsla hefst:                         5.sept

Söngnámskeið hefjast:                12. sept

Hikið ekki við að hafa samband vegna frekari upplýsinga í síma 552 7366 eða í tölvupósti: songskolinn@songskolinn.is

Umsóknum má skila:

Hérna
og
Hérna

 

Fimmta styrkveiting úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar

Fimmta styrkveiting úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar


Vilhjalmur
Fimmta styrkveiting úr
Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar 

Sjóðurinn var fyrst kynntur þegar aðstandendur sjóðsins boðuðu til fundar,
í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans,
í samvinnu við Söngskólann í Reykjavík, þann 9. febrúar 2012.
Þar voru tilurð, staða og framtíðaráform sjóðsins formlega kynnt.

Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af minningartónleikum um Vilhjálm,
sem haldnir voru í Laugardalshöll 10. og 11. október 2008, en markmið sjóðsins er;
að styrkja árlega til náms söngvara, sem þykja skara fram úr á sínu sviði.

Stofnendur sjóðsins eru
Þóra Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms og fjölskylda
Jón Ólafsson athafnamaður – Magnús Kjartansson – Sena

* * *

Undanfarin fjögur ár hefur styrkveiting farið fram í Söngskólanum í Reykjavík
á afmælisdegi Vilhjálms, 11. apríl, ár hvert,
nema sl. vor, þá fór afhending fram 10. apríl, þar sem
apríl 2015 var 70 ára afmælisdagur Vilhjálms, sem fagnað var
með afmælisveislu og tónleikum og var því styrkurinn veittur degi fyrr.

Afhending fer fram
mánudaginn 18. apríl 2016, kl. 17.00, í  Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans

ALLIR VELKOMNIR