Fyrirlestur í Snorrabúð

Fyrirlestur í Snorrabúð

fraedslufundur-um-kynareiti
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands var með fyrirlestur á grunni Jafnréttisstofu og Reykjavíkurborgar fyrir nemendur og kennara Söngskólans í tónleikasal skólans, Snorrabúð, miðvikudaginn 19. okt.

undir yfirskriftinni:

“Hvernig þekki ég einkenni kynferðislegrar áreitni?”

Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og spunnust umræður milli fundarmanna og spurningar komu fram, frá áheyrendum.

 Söngskólinn vill koma á framfæri þakklæti til Drífu fyrir fróðlegt erindi og svör við fyrirspurnum.
Verdi Requiem

Verdi Requiem

verdi-requiem-vefaugl-2016Óperukórinn á mjög sterkar rætur í Söngskólanum í Reykjavík.  Þaðan koma, og þar starfa margir kórfélaga og einsöngvara, og stjórnandinn og stofnandi skólans er skólastjórinn – Garðar Cortes

Tónleikarnir eru í minningu Jóns Stefánssonar, sem starfaði við Söngskólann í mörg ár og tengist honum í gegn um nemendur og samstarfsmenn.

Á tónleikunum verður einnig kynnt bók, um ævistarf Jóns Stefánssonar, sem var í smíðum í samstarfi við Jón og er nú verið að gefa út.

Öllum ágóða verður varið í Minningasjóð um Jón Stefánsson sem er í vörslu Listafélags Langholskirkju.
Þá verður og tekið á móti frjálsum framlögum í sjóðinn.

Tíbrá tónleikaröð – Brautryðjendur

Tíbrá tónleikaröð – Brautryðjendur

4f61a964-9575-4ccf-ac10-04a9631bc2fbTónleikar í Salnum, Kópavogi

Fimmtudaginn 20. október kl. 20:00
– Verð: 3.900 kr.

Flytjendur: Signy Saemundsdottir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Sigridur Osk Kristjansdottir, Egill Arni Palsson, Hrönn Þráinsdóttir og Ólafur B. Ólafsson

Stórsöngkonurnar María Markan, Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested voru meðal braut-ryðjenda í íslensku tónlistarlífi og voru þær í hópi fremstu íslenskra óperusöngvara fyrr á árum.  Á þessum glæsilegu og skemmtilegu tónleikum verður farið yfir feril þessara kvenna og sungið úr glæsilegri söngskrá þeirra sem samanstóð meðal annars af íslenskum einsöngsperlum, óperuaríum og dúettum.

Brautryðjendurnir Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested
voru báðar kennarar við Söngskólann í Reykjavík frá stofnun skólans

Egill, Hrönn og Signý eru öll kennarar við Söngskólann
og Ingibjörg Aldís lauk söngnámi frá Söngskólanum

Fyrirlestur í Snorrabúð

Fyrirlestur í Snorrabúð

Miðvikudaginn 19. okt. kl. 18.15
verður, á grunni Jafnréttisstofu og Reykjavíkurborgar,
haldinn fyrirlestur fyrir nemendur og kennara Söngskólans,
unga sem aldna, undir yfirskriftinni:

“Hvernig þekki ég einkenni kynferðislegrar áreitni?”

Fyrirlesari verður
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram í Snorrabúð, tónleikasal skólans
miðvikudaginn 19. október kl. 18.15
reiknað er með að fyrirlesturinn taki u.þ.b. 30 – 40 mín.

Foreldrar og forráðamenn nemenda eru einnig velkomnir

Kirkjusöngur Söngskólanema

Kirkjusöngur Söngskólanema

Umsjón Harpa Harðardóttir

capture
Á myndina vantar:
Aðalsteinn Orri Óskarsson, Halldóra Ósk Óskarsdóttir, Magnús Már Björnsson Sleight, Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir

Sunnudaginn 23.október

Hallgrímskirkja
Jara Hilmarsdóttir

Fella og Hólakirkja
Dagný Björk Guðmundsdóttir og
Hildur Kristín Thorsteinsen

Guðríðarkirkja
Sigríður Rósa Snorradóttir

Hjallakirkja
Salný Vala Óskarsdóttir

Laugarneskirkja
Marta Kristín Friðriksdóttir

Fríkirkjan Hafnarfirði
Karlotta Dögg Jónasdóttir

Vídalínskirkja
Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir

Dómkirkjan
Magnús Már Björnsson Sleight

Langholtskirkja
Halldóra Ósk Helgadóttir

Víðistaðakirkja  
Einar Dagur Jónsson

Kópavogskirkja
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Sunnudaginn 30.okt

Grensáskirkja
Þórhildur Steinunn Kristinsd.

Grafarvogskirkja
Aðalsteinn Orri Arason

Digraneskirkja
Guðný Guðmundsdóttir

Seltjarnarneskirkja
Ari Ólafsson

Framburðarkennsla

Framburðarkennsla

imagesBergþór Pálsson er söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og er ýmislegt til lista lagt.
Nú í haust er hann með framburðarkennslu fyrir nemendur Söngskólans kennslan fer fram í Hásal skólans.

kl. 08.30 – 10.00 eftirtalda kennsludaga:
Franska:

Sept. 12. 14. 16.
19. 21. 23.

Þýska

Okt. 12. 14. 17

Ítalska:

Okt. 24. 26. 28.
31.
Nóv. 2. 4.

 

Söngsveitin Ægisif – Inntökupróf

Söngsveitin Ægisif – Inntökupróf

_abh1001Söngsveitin leitar nú að 25-30 einstaklingum á aldrinum tvítugs til fimmtugs sem hafa áhuga á að flytja rússneskar kórperlur í Landakotskirkju þann 16. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða tímabundið verkefni, eða frá 9. okt – 16. nóv. Æfingar verða átta talsins og söngvarar ekki skuldbundir í fleiri verkefni eftir að þessu lýkur. Unnið verður markvisst með hljóm og túlkun tónlistar af þessu tagi. Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Allir kórsöngvarar eru hvattir til að sækja um og mæta í raddprufur. Vinsamlegast hafið samband við stjórnanda í gegnum netfangið: hreidaringi@gmail.com

Hinn nýskipaða söngsveit Ægisif heldur tónleika í Landakotskirkju þann 16. nóvember kl. 20:00 þar sem flutt verða rússnesk kórverk frá tuttugustu öld. Fæst þessara verka hafa heyrst hérlendis, en söngsveitin er sérstaklega stofnuð til nánari kynningar á kórverkum frá Austur Evrópu. Á efnisskránni má heyra verk eftir Alexander Gretchaninov, Sergei Rachmaninoff, Pavel Chesnokov og Georgy Sviridov. Sofia Gubaidulina mun einnig eiga orgelverk á tónleikunum sem Guðný Einarsdóttir organisti mun flytja. Stjórnandi Ægisifjar er Hreiðar Ingi, sem heyrði mörg hver þessara verka fyrst þegar hann nam tónsmíðar við Listakademíuna í Eistlandi fyrir nokkrum árum.

Nánari upplýsinar á facebook:
https://www.facebook.com/events/1689443084709528/

Ari syngur með Sissel

Ari syngur með Sissel

ari1

Ari Ólafsson hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík frá 12 ára aldri
fyrst hjá Garðari Thór Cortes – nú sem nemandi Bergþórs Pálssonar við Söngskólann
Þegar hann söng með Sissel árið 2012 var hann drengjasópran – en er nú tenór

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson. Í dag er hann 18 ára og ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer.  Ari vakti fyrst athygli þegar hann hreppti titilhlutverkið í söngleiknum Oliver, sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2009. Fékk hann frábær viðbrögð fyrir sviðsframkomu sína þar, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Í dag er hann nemendi Bergþórs Pálsonar en þeir kynntust einmitt í þessari sýningu en þar lék Bergþór Mr. Bumble, manninn sem öskraði svo eftirminnilega á Oliver þegar hann bað um meiri graut.

Meira hérna

 

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2016-2017.

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna.

Umsóknarfrestur vegna haustannar 2016 er til 15. október n.k.

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is

Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
https://www.lin.is/jofnun/skolar/innskr.jsp