Framburðarkennsla

Framburðarkennsla

imagesBergþór Pálsson er söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og er ýmislegt til lista lagt.
Nú í haust er hann með framburðarkennslu fyrir nemendur Söngskólans kennslan fer fram í Hásal skólans.

kl. 08.30 – 10.00 eftirtalda kennsludaga:
Franska:

Sept. 12. 14. 16.
19. 21. 23.

Þýska

Okt. 12. 14. 17

Ítalska:

Okt. 24. 26. 28.
31.
Nóv. 2. 4.

 

Söngsveitin Ægisif – Inntökupróf

Söngsveitin Ægisif – Inntökupróf

_abh1001Söngsveitin leitar nú að 25-30 einstaklingum á aldrinum tvítugs til fimmtugs sem hafa áhuga á að flytja rússneskar kórperlur í Landakotskirkju þann 16. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða tímabundið verkefni, eða frá 9. okt – 16. nóv. Æfingar verða átta talsins og söngvarar ekki skuldbundir í fleiri verkefni eftir að þessu lýkur. Unnið verður markvisst með hljóm og túlkun tónlistar af þessu tagi. Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Allir kórsöngvarar eru hvattir til að sækja um og mæta í raddprufur. Vinsamlegast hafið samband við stjórnanda í gegnum netfangið: hreidaringi@gmail.com

Hinn nýskipaða söngsveit Ægisif heldur tónleika í Landakotskirkju þann 16. nóvember kl. 20:00 þar sem flutt verða rússnesk kórverk frá tuttugustu öld. Fæst þessara verka hafa heyrst hérlendis, en söngsveitin er sérstaklega stofnuð til nánari kynningar á kórverkum frá Austur Evrópu. Á efnisskránni má heyra verk eftir Alexander Gretchaninov, Sergei Rachmaninoff, Pavel Chesnokov og Georgy Sviridov. Sofia Gubaidulina mun einnig eiga orgelverk á tónleikunum sem Guðný Einarsdóttir organisti mun flytja. Stjórnandi Ægisifjar er Hreiðar Ingi, sem heyrði mörg hver þessara verka fyrst þegar hann nam tónsmíðar við Listakademíuna í Eistlandi fyrir nokkrum árum.

Nánari upplýsinar á facebook:
https://www.facebook.com/events/1689443084709528/

Ari syngur með Sissel

Ari syngur með Sissel

ari1

Ari Ólafsson hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík frá 12 ára aldri
fyrst hjá Garðari Thór Cortes – nú sem nemandi Bergþórs Pálssonar við Söngskólann
Þegar hann söng með Sissel árið 2012 var hann drengjasópran – en er nú tenór

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson. Í dag er hann 18 ára og ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer.  Ari vakti fyrst athygli þegar hann hreppti titilhlutverkið í söngleiknum Oliver, sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2009. Fékk hann frábær viðbrögð fyrir sviðsframkomu sína þar, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Í dag er hann nemendi Bergþórs Pálsonar en þeir kynntust einmitt í þessari sýningu en þar lék Bergþór Mr. Bumble, manninn sem öskraði svo eftirminnilega á Oliver þegar hann bað um meiri graut.

Meira hérna

 

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2016-2017.

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna.

Umsóknarfrestur vegna haustannar 2016 er til 15. október n.k.

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is

Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
https://www.lin.is/jofnun/skolar/innskr.jsp

Masterclass 19. til 23. september

Masterclass 19. til 23. september

“Masterklass”  í Söngskólanum í Reykjavík.
Dagana 19. til 22. september 2016

imagePróf. Regine Köbler
kennari í söng við Tónlistarháskólann í Vín
og
image(1)Próf. Marcin Koziel
píanóleikari við Tónlistarháskólann í Vín,
Kammeroper Wien og Theater an der Wien

Masterklassinn stendur frá kl. 10.00 – 13.00
þessa 4 daga
en í eftirmiðdag er hægt að skrá sig í einkatíma
hjá hvoru þeirra sem er.

Hægt er að skrá sig í Söngskólanum í Reykjavík:
552 7366
songskolinn@songskolinn.is

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Kolbrún Harðardóttir
898 4800
olofkolbrun@songskolinn.is

Masterklassinn er opinn öllum
nemendum, kennurum og styrktarfélögum Söngskólans
TIL ÁHEYRNAR
 þeim að kostnaðarlausu.

Sumarfríum lokið

Sumarfríum lokið

Sumarfríum er lokið og skrifstofa skólans er opin milli
10:00 og 16:00 daglega

Innritun stendur yfir og inntökupróf framundan.

Upplýsingar um námið má finna hérna

           Viðtöl við nemendur:           15.-26.ágúst
Haustinntökupróf:                24.-29. ágúst
Skólinn verður settur:         31.ágúst kl 18
Kennsla hefst:                         5.sept

Söngnámskeið hefjast:                12. sept

Hikið ekki við að hafa samband vegna frekari upplýsinga í síma 552 7366 eða í tölvupósti: songskolinn@songskolinn.is

Umsóknum má skila:

Hérna
og
Hérna